IKEA GRÄNSLÖS Manual do Utilizador Página 27

  • Descarregar
  • Adicionar aos meus manuais
  • Imprimir
  • Página
    / 32
  • Índice
  • MARCADORES
  • Avaliado. / 5. Com base em avaliações de clientes
Vista de página 26
Viftan og ljósið eru áfram í gangi.
Halda mat heitum
Veldu lægstu mögulegu hitastillingu til að
nota afgangshita og halda máltíð heitri.
Vísirinn fyrir afgangshita eða hitastig birtist
á skjánum.
Eldað með sparnaðarblæstri
Aðgerð hönnuð til að spara orku á meðan
eldað er. Hún virkar þannig að hitastigið í
ofnhólfinu kann að vera annað en hitastigið
sem skjárinn gefur til kynna meðan á
eldunarferli stendur og eldunartími kann að
vera annar en eldunartími í öðrum kerfum.
Þegar þú notar Eldað með
sparnaðarblæstri slokknar ljósið sjálfkrafa
eftir 30 sekúndur. Þú getur kveikt aftur á
ljósinu en sú aðgerð minnkar væntanlegan
orkusparnað.
UMHVERFISMÁL
Endurvinna þarf öll efni merkt tákninu .
Setjið umbúðirnar í viðeigandi sorpílát til
endurvinnslu. Leggið ykkar að mörkum til
verndar umhverfinu og heilsu manna og
dýra og endurvinnið rusl sem fylgir
raftækjum og raftrænum búnaði. Hendið
ekki heimilistækjum sem merkt eru með
tákninu
í venjulegt heimilisrusl. Farið með
vöruna í næstu endurvinnslustöð eða hafið
samband við sveitarfélagið.
IKEA-ÁBYRGÐ
Hvað gildir IKEA-ábyrgðin lengi?
Þessi ábyrgð gildir í fimm (5) ár frá
upphaflegum kaupdegi heimilistækis þíns
hjá IKEA, nema heimilistækið nefnist
LAGAN, en þá gildir ábyrgðin í tvö (2) ár.
Framvísa þarf upprunalegu sölukvittuninni
til sönnunar á kaupunum. Ef gert er við
heimilistækið á meðan það er í ábyrgð,
framlengir það ekki ábyrgðartíma tækisins,
Hvaða heimilistæki eru ekki í fimm (5) ára
ábyrgð hjá IKEA?
Heimilistækjalínan sem nefnist LAGAN og
öll heimilistæki keypt hjá IKEA fyrir 1. ágúst
2007.
Hver sér um þjónustuna?
Þjónustuaðili IKEA veitir þjónustuna í
gegnum eigin viðgerðarþjónustu eða
samþykkta samstarfsviðgerðarþjónustu.
Hvað nær þessi ábyrgð yfir?
Ábyrgðin nær yfir bilanir á heimilistækinu,
sem orsakast af göllum í smíði þess eða
efniviði frá þeim degi sem það var keypt
hjá IKEA. Þess ábyrgð gildir eingöngu fyrir
heimilisnotkun. Undantekningarnar eru
taldar upp undir fyrirsögninni "Hvað nær
þessi ábyrgð ekki yfir?" Innan
ábyrgðartímans nær ábyrgðin yfir kostnað
af viðgerð vegna bilunar, þ.e. viðgerðir,
varahluti, vinnu og ferðir, að því tilskildu að
heimilistækið sé aðgengilegt til að gera við
án sérstakra útgjalda. Um þessa skilmála
gilda viðmiðunarreglur ESB (Nr. 99/44/EG)
og reglugerðir hlutaðeigandi lands. Íhlutir
sem teknir eru úr þegar skipt er um íhluti
verða eign IKEA.
Hvað gerir IKEA til að leysa vandamálið?
ÍSLENSKA 27
Vista de página 26
1 2 ... 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32

Comentários a estes Manuais

Sem comentários